Úrvals handverksbjór beint frá brugghúsi
Við austanverðan Heklureit, bak við gamla Sjónvarpshúsið á milli Laugavegar og Skipholts, er að finna tvær bruggstofur RVK bruggfélags og Bjórbúð RVK. Í bruggstofum okkar bjóðum við gestum að koma og njóta bjóranna okkar í þægilegu umhverfi, á sama stað og þeir eru gerðir. Hvort sem erindið er að líta við í einn bjór eða koma með hóp á viðburð eða í bjórtúr þá verður úrvalið og ferskleikinn ekki meiri. Hér er sannarlega um að ræða heimili handverksbjórs í hjarta Reykjavíkur.
RVK Bruggfélag Tónabíó
Í Tónabíói er okkar aðalbruggstofa. Hún er opin fyrir gestum og gangandi flesta daga ársins. Þar má jafnan finna 22 bjóra á krana, auk fjölda annarra drykkja. Þar er líka úrvals kaffi frá Kaffi Kvörn.
Í Tónabíói er líka staðsett RVK Bjórbúð þar sem kaupa má ferskan bjór RVK Bruggfélags og skör artisan til að taka með út úr húsi, jafnt á dósum, flöskum eða í endurfyllanlegum dunkum, beint af krana.
Gamla Brugghús
Í Gamla Brugghúsi sem er enn starfandi sem brugghús, er upprunaleg bruggstofa RVK Bruggfélags. Þar tökum við á móti fólki í bruggtúrum. Það er líka hægt að leigja út Gamla Brugghús fyrir viðburði fyrir allt að 49 manns.
RVK Bjórbúð
Bjórbúð RVK er staðsett í Tónabíói. Þar er jafnan mesta úrval af vörum frá RVK Bruggfélagi og skör artisan, bæði til að taka með heim eða fá fyllingu á endurnýtanlega dunka.
Bjórbúðin er opin á opnunartímum RVK Bruggfélag Tónabíó, en er lokuð á rauðum dögum.
Aðrir staðir með bjóra RVK Bruggfélags
Fyrir utan á okkar eigin bruggstofum má fá bjóra RVK bruggfélags víða í Reykjavík og nágrenni:
Dósir og flöskur
Verslanir ÁTVR - sjá vöruúrval hér
Barir
12 tónar - Skólavörðustíg
Bingó Drinkery - Skólavörðurstíg
The Roof - Edition Hotel Reykjavik
Veitingastaðir með mat
Bjórgarðurinn - Höfðatorgi
Bragginn - Nauthólsvík
Brewdog Reykjavik - Hverfisgötu
Flatey Pizza - Grandi, Hlemmur Mathöll, Kringlan, Garðabær
Gandhi - Bræðraborgastíg
Heppa - Höfn Hornarfirði
Hið íslenska reðarsafn - Sæmundargata
Kaffi Laugalækur - Laugarnesvegi
Kaffihús vesturbæjar - Hofsvallagötu
Kopar - Geirsgötu
Kröst - Hlemmur Mathöll
La Poblana - Laugavegi
Neó Pizza - Hafnartorgi
Sandholt bakarí - Laugavegi
Slippbarinn - Marina Hótel
Sushi Social - Þingholtsstræti
YUZU - Póshús Mathöll, Borgartúni og Garðabæ
Aðrir staðir
Secret Lagoon - Flúðir